Allt á suðupunkti í Brasilíu

AFP

Forseti Brasilíu, Dilma Rousseff, hefur skipað forvera sinn í starfi, Luiz Inacio Lula da Silva, forsetaritara (chief of staff) og þannig komið í veg fyrir að hægt sé að handtaka hann fyrir spillingu og veðmál. 

Bæði Rousseff og Lula da Silva eru að berjast fyrir framtíð sinni í stjórnmálum en þau hafa stýrt landinu í þrettán ár. Þegar það fréttist í gær að þau væru að taka höndum saman innan ríkisstjórnar landsins varð allt vitlaust meðal almennings og tóku þúsundir þátt í mótmælum í landinu í gærkvöldi.

Bandamenn Lula segja að hann sé sá eini sem geti bjargað Rousseff og stjórn hennar en andstæðingar segja fordæma að friðhelgi ráðherra sé nýtt til þess að bjarga honum undan saksókn fyrir hefðbundnum dómstól. Aðeins er hægt að draga ráðherra og um leið forsetaritara fyrir hæstarétt í Brasilíu.

Það að skipa Lula í embætti er áhætta fyrir Rousseff sem sjálf berst á mörgum vígvöllum. Hún er sökuð um afskipti af rekstri olíufélags og síðan hefur efnahagskreppan í landinu ekki ýtt undir vinsældir hennar. Ítrekað hefur verið boðað til mótmæla í stærstu borgum landsins, Brasilia og Sao Paulo, veg spillingarmála tengdum ríkisolíufélaginu Petrobras. 

Afsögn! Afsögn!

Í gærkvöldi tóku um tvö þúsund manns þátt í mótmælum og kröfðust afsagnar hennar og að Lulu yrði vikið úr embætti forsetaritara.

„Afsögn! Afsögn!,“ kölluðu nokkur þúsund mótmælendur við höfuðstöðvar iðnaðarins (FIESP) í Sao Paulo í gærkvöldi. 

Lula var gríðarlega vinsæll þegar lét af embætti forseta fyrir fimm árum og efnahagslíf Brasilíu var í miklum blóma. En hann er með þungar byrðar að bera nú þegar hann snýr aftur í stjórnmálin. Sakaður um peningaþvætti í máli sem tengist Petrobras hneykslismálinu. 

AFP
AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert