Fékk morðvopnið í hendurnar

Omar El-Hussein.
Omar El-Hussein. AFP

Hinn 26 ára BH lagði tvo og tvo sam­an. Hann vissi að Omar el-Hus­sein var sá sem skotið hafði á fólk í menn­ing­armiðstöðinni Krudttønd­en þegar el-Hus­sein af­henti hon­um sjálf­virk­an M95 riff­il­inn sinn aðeins fá­ein­um tím­um síðar.

Berl­ingske grein­ir frá því að í dag hafi BH játað fyr­ir Héraðsdómi Kaup­manna­hafn­ar að hafa fengið vopnið í hend­urn­ar. Tveir lét­ust í árás­um el-Hus­sein þenn­an dag, kvik­mynda­gerðarmaður og ör­ygg­is­vörður auk þess sem þrír lög­reglu­menn særðust en sænski skop­mynda­teikn­ar­inn Lars Vilks, sem árás­in er tal­in hafa beinst að, slapp.

„En ég tek ekki á móti því. Hann kem­ur á móti mér í miklu óðag­oti. Hann rétt­ir mér eitt­hvað og ég finn að það er byssa,“ sagði BH. Hann er ákærður fyr­ir að hafa hjálpað el-Hus­sein, ásamt 21 árs manni sem einnig er ákærður, við að losa sig við vopnið. Þeir eru að auki sakaðir um að hafa átt þátt í hryðju­verka­árás el-Hus­sein á bæna­hús gyðinga í Krystal­ga­de seinna um dag­inn.

Alls eru fjór­ir menn ákærðir fyr­ir hryðju­verk vegna máls­ins en all­ir neita þeir sök. El-Hus­sein lést sjálf­ur í skot­b­ar­daga við lög­reglu­menn sama dag og árás­irn­ar áttu sér stað.

BH hélt því fram fyr­ir rétti að það hefði komið hon­um al­ger­lega að óvör­um að standa skyndi­lega með morðvopnið í hönd­un­um.

„Ég reyndi að rétta hon­um það aft­ur. Hann vildi ekki taka á móti því. Svo hugsaði ég að ég vildi kasta henni frá mér. Það var leik­völl­ur öðru meg­inn og spar­kvöll­ur hinu meg­in. Lít­il börn allstaðar og ég vildi ekki kasta því þangað.“

Sagði hann að á þeirri stundu hefði hann áttað sig á því hvað Omar el-Hus­sein hafði gerst sek­ur um.

„Frá því augna­bliki gat ég vel lagt tvo og tvo sam­an. Ég hafði séð í frétt­un­um hvað gerðist og svo gef­ur hann mér þetta þarna.“

Hann und­ir­strikaði margsinn­is að hann hafi áttað sig á því að el-Hus­sein hefði verið gern­ings­maður­inn í Krudt Krudttønd­en en sagðist aldrei hafa borið það upp við el-Hus­sein.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert