Hælisleitendur ekki sendir frá Svíþjóð

Forsætisráðherra Svíþjóðar, Stefan Löfven
Forsætisráðherra Svíþjóðar, Stefan Löfven AFP

Ólík­legt er að sænsk­um yf­ir­völd­um verði að ósk sinni um að hluta þeirra flótta­manna sem sótt hafa um hæli í land­inu verði flutt­ur til annarra ríkja Evr­ópu­sam­bands­ins ef marka má drög að sam­komu­lagi sem leiðtog­ar ESB ríkj­anna ræða á fundi sín­um í dag.

For­sæt­is­ráðherra Svíþjóðar, Stef­an Löf­ven, ritaði bréf til fram­kvæmda­stjórn­ar ESB í nóv­em­ber þar sem hann óskaði eft­ir því að hluti hæl­is­leit­enda í land­inu yrðu send­ir til annarra ríkja í ESB. En miðað við þau drög sem nú liggja fyr­ir er ólík­legt að hæl­is­leit­end­ur verði flutt­ir á milli landa ESB sem hluti af áætl­un um að draga úr fjölda flótta­fólks í ríkj­um sem liggja að ytri landa­mær­um sam­bands­ins, það er Grikklandi og Ítal­íu.

Í frétt Svenska Dag­bla­det í dag kem­ur fram að Löf­ven hafi tjáð starfs­systkin­um sín­um í ríkj­um ESB að hug­mynd­ir um sam­komu­lag við Tyrki henti Svíþjóð illa. En hann muni ekki setja sig upp á móti því þar sem það mik­il­væg­asta sé að stöðva smygl á fólki inn í Evr­ópu og breyta hættu­legu og óskipu­lögðu ástandi í ör­uggt.

Sam­komu­lagið miðar að því að stöðva smygl á fólki frá Tyrklandi til Grikk­lands og að fólk sem komi ólög­lega þessa leið verði sent aft­ur til baka. Fyr­ir hvern Sýr­lend­ing sem er snúið til baka verði ann­ar Sýr­lend­ing­ur sem er í Tyrklandi boðinn vel­kom­inn til ríkja ESB með lög­leg­um hætti.  

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka