Flóttamenn ráðnir á lærlingalaunum

AFP

Rík­is­stjórn Dan­merk­ur, verka­lýðsfé­lög og at­vinnu­rek­end­ur náðu í gær sam­komu­lagi um að aðstoða flótta­menn við að kom­ast út á vinnu­markaðinn. Þetta er hluti af stærra sam­komu­lagi at­vinnu­lífs­ins og stjórn­valda í Dan­mörku um sam­lög­un inn­flytj­enda og mennt­un (in­tegrati­ons-grundudd­ann­el­se - IGU), sem lýt­ur að því að koma flótta­mönn­um í vinnu til skemmri tíma á lær­lings­laun­um. Er talað um 50-120 dansk­ar krón­ur á tím­ann í því sam­hengi. Það sam­svar­ar 948-1227 ís­lensk­um krón­um.

IGU störf­in geta varað í allt að tvö ár og flótta­fólki verður einnig boðið upp á að sækja nám­skeið og taka hæfn­is­próf í tengsl­um við störf­in.

Fyr­ir­tæki sem ráða flótta­fólk til starfa sam­kvæmt IGU geta fengið allt að 40 þúsund dansk­ar krón­ur í greiðslu ef flóttamaður starfar hjá þeim í tvö ár.

Flótta­fólk sem tek­ur þátt í IGU áætl­un­inni þarf ekki að mæta á fundi hjá vinnumiðlun­um og þeir sem fá vinnu verður út­vegað hús­næði í sveit­ar­fé­lag­inu sem at­vinnu­rek­and­inn starfar í. For­sæt­is­ráðherra, Lars Løkke Rasmus­sen, fagn­ar sam­komu­lag­inu og seg­ir það gott dæmi um danska líkanið. Vinna er lyk­ill að aðlög­un. Þess vegna er mik­il­vægt að við gríp­um til aðgerða við að koma flótta­fólki á vinnu­markaðinn svo það verði auðlind, ekki byrði, á sam­fé­lag­inu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert