Árásarmaðurinn sagður hluti af Ríki íslams

Fólk hefur safnast saman við verslunargötuna í dag og minnst …
Fólk hefur safnast saman við verslunargötuna í dag og minnst fórnarlambanna sem létust í sjálfsvígsárásinni. AFP

Árásarmaðurinn sem varð fjórum einstaklingum að bana þegar hann sprengdi sig í loft upp á fjölfarinni verslunargötu í gær var tyrkneskur ríkisborgari sem tilheyrði hryðjuverkasamtökunum Ríkis íslams. BBC hefur þetta eftir innanríkisráðherra Tyrklands, Efken Ala.

Ráðherrann greindi jafnframt frá því að árásarmaðurinn hét Mehmet Ozturk og að fimm einstaklingar hafi verið yfirheyrðir vegna rannsóknar málsins.  

Þrír Ísraelar og einn Írani létust í árás­inni sem var gerð klukk­an 11 að staðar­tíma í gær­morg­un (klukk­an 9 að ís­lensk­um tíma) í Istiklal Caddesi, í evr­ópska hluta borg­ar­inn­ar. 36 eru slasaðir.

Upphaflega var talið að Íslendingur væri meðal hinna slösuðu, en utanríkisráðuneytið greindi frá því fyrr í dag að svo væri ekki, heldur er um írskan ríkisborgara að ræða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert