Rob Ford látinn

Rob Ford.
Rob Ford. AFP

Rob Ford, fyrr­ver­andi borg­ar­stjóri í Toronto, er lát­inn, 46 ára að aldri. Ford var mjög um­deild­ur í stjórn­artíð sinni en naut mik­illa vin­sælda meðal íbúa í borg­inni. Hann var kjör­inn borg­ar­stjóri árið 2010 í þess­ari stærstu borg Kan­ada. 

Ford greind­ist með krabba­mein í maga árið 2014. Hann glímdi auk þess við áfeng­is­fíkn og játaði að hafa notað fíkni­efni. Hann komst ein­mitt í heims­frétt­irn­ar árið 2013 er hann varð upp­vís að því að hafa reykt krakk sem hann viður­kenni svo fús­lega. Mynd­skeiði af at­hæf­inu var m.a. dreift á net­inu. Hann var þá hvatt­ur til að fara í meðferð en harðneitaði í fyrstu. Síðar var hon­um sett­ur stól­inn fyr­ir dyrn­ar og fór þá í meðferð við áfeng­is­fíkn sinni. Aðeins skömmu síðar var hann greind­ur með krabba­mein í maga. 

Svip­mynd af Rob Ford: Lit­skrúðugur lífs­nautna­segg­ur

Frétt­in verður upp­færð.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert