Rob Ford, fyrrverandi borgarstjóri í Toronto, er látinn, 46 ára að aldri. Ford var mjög umdeildur í stjórnartíð sinni en naut mikilla vinsælda meðal íbúa í borginni. Hann var kjörinn borgarstjóri árið 2010 í þessari stærstu borg Kanada.
Ford greindist með krabbamein í maga árið 2014. Hann glímdi auk þess við áfengisfíkn og játaði að hafa notað fíkniefni. Hann komst einmitt í heimsfréttirnar árið 2013 er hann varð uppvís að því að hafa reykt krakk sem hann viðurkenni svo fúslega. Myndskeiði af athæfinu var m.a. dreift á netinu. Hann var þá hvattur til að fara í meðferð en harðneitaði í fyrstu. Síðar var honum settur stólinn fyrir dyrnar og fór þá í meðferð við áfengisfíkn sinni. Aðeins skömmu síðar var hann greindur með krabbamein í maga.
Svipmynd af Rob Ford: Litskrúðugur lífsnautnaseggur
— BBC Breaking News (@BBCBreaking) March 22, 2016
Fréttin verður uppfærð.