Belgískir fjölmiðlar hafa dregið til baka fréttir um að Najim Laachraoui hafi verið handtekinn líkt og talið var. Lögreglan vill ekki tjá sig um málið en boðað hefur verið til blaðamannafundar sem hefst klukkan 12 að íslenskum tíma.
La Libre greinir frá því á vef sínum að annar maður hafi verið handtekinn í Anderlecht en DH, sem fyrst greindi frá handtöku Laachraoui, segir að maðurinn sem hafi verið handtekinn í Anderlecht hafi ranglega verið talinn verða Laachraoui. Lögreglan og saksóknari munu væntanlega tjá sig um málið á blaðamannafundinum sem hefst fljótlega í Brussel.
„Maðurinn sem var handtekinn í Anderlecht er ekki Najim Laachraoui,“ segir í Twitter færslu Derniere Heure.
Voortvluchtige verdachte Najim Laachraoui zou opgepakt zijn in Anderlecht. Dat zegt La Dernière Heure. https://t.co/OD3PE8LJd8
— VTM NIEUWS (@VTMNIEUWS) March 23, 2016
Á vef Guardian kemur fram að flugvöllurinn í Brussel verði áfram lokaður á morgun og því verði ekkert farþegaflug um flugvöllinn fyrr en í fyrsta lagi á föstudag.
Bræðurnir Khalid og Ibrahim el Bakraoui eru taldir hafa framið sjálfsvígsárásir íen að minnsta kosti 31 lést í ársunum á flugvellinum og jarðlestarstöð í Brussel í gærmorgun. Allt bendir til þess að Ibrahim hafi sprengt sig upp á Zaventem flugvellinum en að bróðir hans, Khalid hafi framið sjálfsvígsárás á Maelbeek lestarstöðinni.
Najim Laachraoui er 24 eða 25 ára og er talinn hafa útbúið sjálfsvígssprengjurnar sem notaðar voru við hryðjuverkin í París í nóvember.