Sekur um þjóðarmorð í Srebrenica

Radovan Karadzic leiðtogi Bosníu Serba í réttarsalnum í dag.
Radovan Karadzic leiðtogi Bosníu Serba í réttarsalnum í dag. AFP

Stríðsglæpadómstóll Sameinuðu þjóðanna hefur dæmt Radovan Karadzic sekan um að bera ábyrgð á þjóðarmorðunum í Srebrenica. Hann er jafnframt fundinn sekur um morð, ofsóknir og mannrán. Dómstóllinn dæmdir hann í dag í fjörtíu ára fangelsi fyrir glæpi sína á tímum Bosníustríðsins.

Stríðsglæpadómstóll Sameinuðu þjóðanna hefur vísað frá annarri af tveimur ákærum á hendur Radovan Karadžić , fyrrverandi leiðtoga Bosníu Serba. Verið er að lesa upp dóminn en hans hefur verið beðið lengi. Karadžić  er hins vegar sakfelldur fyrir að  bera ábyrgð á morðum, ofsóknum og mannránum. 

Segir í niðurstöðu dómsins að ekki séu fullnægjandi sannanir fyrir því að þjóðarmorð hafi verið framin í þessum sveitarfélögum á tímum Bosníustríðsins, 1992-1995. 

Ákær­an yfir Karadžić  er í ell­efu liðum en hann var meðal annars sakaður um þjóðarmorð á tím­um stríðsins á Balk­anskag­an­um. Karadzic var í dag dæmdur sekur um verstu grimmdarverk sem unnin hafa verið í Evrópu frá lokum seinni heimstyrjaldarinnar. Auk þess að vera dæmdur sekur um að bera ábyrgð á þjóðarmorðum þá var hann fundinn sekur í níu öðrum liðum ákærunnar. Hann var hins vegar sýknaður af ákæru um að hafa framið þjóðarmorð í sjö bosnískum bæjum og þorpum á tímum Bosníustríðsins.

Mynd af Radov­an Kara­dzic tek­in á blaðamanna­fundi 3. mars 1994 …
Mynd af Radov­an Kara­dzic tek­in á blaðamanna­fundi 3. mars 1994 í Moskvu. Önnur mynd­in er tek­in árið 2008 í Belgard þegar hann var hand­tek­inn og sú þriðja er tek­in í Haag það sama ár. AFP

Karadžić var í dag dæmdur bera ábyrgð á því þegar um 8 þúsund karl­menn voru myrt­ir í borg­inni Srebr­enica í Bosn­íu. Karadžić  var hand­tek­inn árið 2008 eft­ir að hafa farið huldu höfði í 13 ár og er í haldi í Haag en rétt­ar­höld­un­um yfir hon­um lauk í októ­ber 2014.

Í grein sem birt var í Morg­un­blaðinu árið 2008 eft­ir hand­töku hans kom fram að Karadžić , sem oft var nefnd­ur „Bosn­íu-slátr­ar­inn“, hafi látið sig hverfa 1997 og ljóst þyki að hann hafi notið aðstoðar áhrifa­manna í Serbíu til að sleppa við hand­töku all­an þenn­an tíma.

Hann skipu­lagði þjóðern­is­hreins­an­ir í Bosn­íu-Herzegóvínu þegar hann var for­seti svo­nefnds Lýðveld­is Serba þar í landi. Mús­lím­ar og Króat­ar voru of­sótt­ir og tugþúsund­ir lágu í valn­um áður en yfir lauk. Hann var of­stæk­is­full­ur, serbnesk­ur þjóðern­is­sinni og vildi tryggja að eng­in nema Ser­bar byggju á þeim svæðum sem þeir réðu. Þess vegna lét hann hrekja burt eða myrða aðra sem þar bjuggu.

Edin Salkic og Sefika Salkic, heimsækja hér gröf sonar þeirra …
Edin Salkic og Sefika Salkic, heimsækja hér gröf sonar þeirra Fedja Salkic í Sarajevo AFP

Serbneska leyni­lög­regl­an hand­samaði Karadžić  ná­lægt Belgrad eft­ir að hafa fylgst með hon­um í nokkr­ar stund­ir; var hann þá stadd­ur í stræt­is­vagni. Fram kem­ur í dag­blaðinu Politika í Serbíu að hann hafi verið með sítt skegg og hár og borið gler­augu, einnig virðist hann hafa grennst. Hann var með tösku meðferðis og virðist sem að hann hafi ætlað að yf­ir­gefa Belgrad. Kara­dzic veitti ekki viðnám þegar hann var hand­tek­inn.

Emb­ætt­is­menn Serba segja að lög­regl­an hafi verið að leita að Rat­ko Mla­dic, yf­ir­hers­höfðingja Bosn­íu-Serba, sem einnig er eft­ir­lýst­ur fyr­ir stríðsglæpi og þá hafi þeir óvænt fundið Kara­dzic. Margt er enn óljóst um ferðir Kara­dzic síðustu 13 árin en hann er sagður hafa þóst vera munk­ur og oft falið sig í hell­um og síðar klaustr­um í aust­an­verðri Bosn­íu.

 Þá var um tíma talið að hann hefði flúið til Rúss­lands og leitað skjóls meðal rúss­neskra þjóðern­is­sinna sem studdu Bosn­íu-Serba í Bosn­íu­stríðinu á ár­un­um 1992-1995. Rúss­ar eru sögu­lega séð ein helsta vinaþjóð Serba, báðar þjóðirn­ar eru í Rét­trúnaðar­kirkj­unni og tala skyld mál.

Viðbrögð Rússa við hand­töku Kara­dzic voru þau að segja að um inn­an­rík­is­mál Serba væri að ræða. Full­trúi Rússa hjá Atlants­hafs­banda­lag­inu, Dmítrí Rogozín, sagði að rétta bæri yfir vest­ræn­um emb­ætt­is­mönn­um sem hefðu drýgt stríðsglæpi með loft­árás­um á Serbíu í Kosovostríðinu 1999.

Sonur Ramiz Holjan, Admir Holjan, séðst hér biðja við minnisvarðann …
Sonur Ramiz Holjan, Admir Holjan, séðst hér biðja við minnisvarðann með nöfnum barnanna sem voru drepin í Sarajevo. AFP

 Skrifaði grein­ar und­ir fölsku nafni í heilsu­tíma­rit

Serbnesk­ur emb­ætt­ismaður sagði að Kara­dzic hefði lagt stund á óhefðbundn­ar lækn­ing­ar á lækna­stofu í út­hverfi Belgrad. Hann hef­ur einnig skrifað reglu­lega grein­ar um það efni í serbneskt heilsu­tíma­rit und­ir nafn­inu Drag­an Dabic. Allt bend­ir til þess að Kara­dzic hafi treyst dul­ar­gervi sínu svo vel að hann hafi ekki einu sinni reynt að dylj­ast síðustu árin og hagað dag­legu lífi sínu eins og hver ann­ar borg­ari.

„Það hvarflaði aldrei að mér, að þessi maður með síða, hvíta skeggið og hárið væri Kara­dzic,“ sagði Gor­an Kojic, rit­stjóri blaðsins Heilsu­sam­legt líferni. Kojic þekkti grein­ar­höf­und­inn þegar hann sá mynd­ir sem dreift var af Kara­dzic eft­ir hand­tök­una.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert