Kveikt í húsnæði ætluðu flóttabörnum

Sænska lögreglan
Sænska lögreglan AFP

Kveikt var í húsi sem áður hýsti leik­skóla í sænska bæn­um Åkers í gær­morg­un en breyta átti hús­inu í miðstöð fyr­ir hæl­is­leit­end­ur. Lög­regla er full­viss um að kveikt hafi verið í hús­inu.

Viðvör­un­ar­kerfi húss­ins fór af stað skömmu áður en eld­ur­inn kviknaði sem bend­ir til íkveikju, seg­ir í frétt sænska rík­is­út­varps­ins. Haf­in er rann­sókn á elds­voðanum, seg­ir Mika­el Eriks­son, yf­ir­lög­regluþjónn í Sörm­land.

Eld­ur­inn kviknaði á þriðja tím­an­um aðfar­arnótt föstu­dags og eru skemmd­ir tölu­verðar á hús­inu, einkum reyk- og sót­skemmd­ir. Mionica Lindell Rylén, bæj­ar­full­trúi, seg­ir að íkveikj­an sé öm­ur­leg fyr­ir þá sem áttu að fá aðstoð í hús­inu, þar á meðal börn sem eru án fylgd­ar á flótta. Húsið hef­ur staðið autt síðan í haust en frá þeim tíma hef­ur staðið til að breyta því í dag­set­ur og skýli fyr­ir flótta­börn sem eru ein á flótta.

Búið var að sækja um leyfi fyr­ir breyt­ing­um á hús­næðinu og unnið var að fjár­hags­áætl­un og fjár­mögn­un verk­efn­is­ins sem var ætlað börn­um í vanda. Öfga­menn hafa ít­rekað kveikt í hús­næði hæl­is­leit­enda í Svíþjóð und­an­far­in miss­eri og reynt að fara leynt með fyr­ir­ætlan­ir um að breyta hús­næði til þess að koma í veg fyr­ir að glæpa­menn kveiki í því.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert