Hryðjuverkanet sem teygir sig víða

Hver er maðurinn með hattinn?
Hver er maðurinn með hattinn? AFP

Lög­regl­an í Belg­íu er enn að reyna að fá heild­ar­mynd af hópn­um sem gerði árás­irn­ar í Brus­sel fyr­ir viku. Í dag var lát­inn laus úr haldi eini maður­inn sem hafði verið ákærður vegna árás­anna. Ríki íslams hef­ur lýst yfir ábyrgð á þeim. 

Þegar er orðið ljóst að hóp­ur­inn í Brus­sel tengd­ist öðrum hóp­um víðs veg­ar um Evr­ópu og hafa lög­reglu­yf­ir­völd í mörg­um lönd­um reynt að stilla sam­an strengi til að af­hjúpa netið sem teyg­ir anga sína um alla álf­una. 

Aðeins fjór­um mánuðum eft­ir að hryðju­verka­menn létu til skar­ar skríða í Par­ís segj­ast yf­ir­völd þar í borg hafa komið í veg fyr­ir aðra árás sem þar var fyr­ir­huguð. Hús­leit­ir voru gerðar á tveim­ur stöðum og í þeim fannst m.a. tölu­vert magn vopna og skot­færa. Enn hafa litl­ar upp­lýs­ing­ar verið gefn­ar um málið en þó er ljóst að í árás­inni ætluðu að taka þátt menn frá Frakklandi, Belg­íu og Hollandi.

Lög­regl­an birti í dag mynd­band af þriðja mann­in­um sem sást á eft­ir­lits­mynda­vél á flug­vell­in­um í Brus­sel þann 22. mars. Hann hef­ur hingað til verið kallaður „maður­inn með hatt­inn“. Með hon­um í för voru tveir menn sem skömmu eft­ir að mynd­in var tek­in gerðu sjálfs­morðsárás­ir í borg­inni, ann­ar á flug­vell­in­um en hinn í neðanj­arðarlest. „Maður­inn með hatt­inn“ flúði hins veg­ar af vett­vangi, lík­lega eft­ir að sprengju­vesti hans stóð á sér.

 Maður sem kallaður hef­ur verið Faycal C. var hand­tek­inn og ákærður fyr­ir aðild að árás­un­um. Lög­regl­an taldi hann vera „mann­inn með hatt­inn“. En hon­um var sleppt úr haldi í dag vegna skorts á sönn­un­ar­gögn­um.

Najim Laachra­oui, ann­ar þeirra sem gerði sjálfs­vígs­árás á flug­vell­in­um, er tal­inn hafa búið til sprengj­ur sem sprengd­ar voru í Brus­sel og í hryðju­verk­un­um í Par­ís í nóv­em­ber.

Sak­sókn­ari í Belg­íu upp­lýsti á föstu­dag að erfðaefni úr Laachra­oui hefði fund­ist á sprengju­vest­um sem fund­ust í Batacl­an-tón­leika­höll­inni í Par­ís sem og á sprengju við Stade de France-leik­vang­inn.

 Franska lög­regl­an seg­ist hafa komið í veg fyr­ir yf­ir­vof­andi árás með því að hand­taka Reda Kriket, 34 ára, síðastliðinn fimmtu­dag. Í íbúð í út­hverfi Par­ís­ar fund­ust einnig skot­færi. Í ann­arri íbúð fann lög­regl­an fimm Kalashni­kov-riffla, vél­byssu, sjö skamm­byss­ur og sprengi­efni. Inn­an­rík­is­ráðherra Frakk­lands, Bern­ard Cazeneu­ve, seg­ir að und­ir­bún­ing­ur árás­ar­inn­ar hafi verið langt kom­inn.

Á föstu­dag hand­tók lög­regl­an í Belg­íu tvo menn sem tald­ir eru hafa komið að skipu­lagn­ingu þeirr­ar fyr­ir­huguðu árás­ar. 

Kriket var á síðasta ári dæmd­ur í skil­orðsbundið fang­elsi fyr­ir tengsl sín við hryðju­verka­hóp með tengsl við Sýr­land. Abdel­hamid Aba­aoud, höfuðpaur árás­anna í Par­ís, var einnig ákærður í því máli. 

Leiðtogi hryðju­verka­hóps­ins var Khalid Zerk­ani, 41 árs maður frá Brus­sel. Hann hef­ur staðið fyr­ir um­fangs­mik­illi nýliðun í hópi öfga­manna í Belg­íu. Meðal þeirra sem fóru til Sýr­lands fyr­ir til­stilli þessa hóps voru Aba­aoud og Chakib Akrouh, sem einnig tók þátt í árás­un­um í Par­ís.

Zerk­ani er einnig tal­inn vera lærifaðir Laachra­oui.

Menn­irn­ir tveir sem hand­tekn­ir voru í Belg­íu, grunaðir um að hafa lagt á ráðinn ásamt Kriket um aðra árás í Frakklandi, eru sagðir heita Abderama­ne A. og Rabah N. Þeir hafa verið ákærðir fyr­ir þátt­töku í hryðju­verka­hópi.

Abderama­ne A., sem lög­regl­an skaut í fót­inn eft­ir eft­ir­för við spor­vagna­stoð í Brus­sel, er tal­inn reynslu­mik­ill skæru­liði. Hann var sak­felld­ur í Par­ís árið 2005 fyr­ir að starfa með hópi sem veitti morðingj­um af­ganska stjórn­ar­and­stæðings­ins Ahmad Shah Massoud, upp­lýs­ing­ar. Massoud var drep­inn árið 2001.

Hol­lenska lög­regl­an fann svo skot­vopn á heim­ili fransks rík­is­borg­ara sem hún hand­tók í Rotter­dam í gær. Sá er einnig sagður hafa tengst fyr­ir­hugaðri árás í Frakklandi. Maður­inn er sagður 32 ára og heita Anis B. Hann er tal­inn hafa farið til Sýr­lands um tíma. Lög­regl­an leitaði einnig í ann­arri íbúð og hand­tók þar fjóra menn. Anis B. verður að öll­um lík­ind­um fram­seld­ur til Frakk­lands fljót­lega.

En hryðju­verka­netið teyg­ir einnig anga sína til Ítal­íu. Ítalska lög­regl­an hef­ur hand­tekið mann sem er af als­írsku bergi brot­inn í tengsl­um við rann­sókn á fram­leiðslu falsaðra skil­ríkja sem árás­ar­menn­irn­ir í Par­ís og Brus­sel notuðu. Sá var yf­ir­heyrður í gær en neitaði að svara öll­um spurn­ing­um. Um er að ræða fer­tug­an mann, Djamal Eddine Ouali að nafni.

Meðal þeirra sem notuðu fölsuð skil­ríki, sem talið er að Ouali hafi búið til, eru Najim Laachra­oui og Salah Abdeslam, sem komst lífs af úr árás­un­um í Par­ís og Mohamed Belkaid, sem var skot­inn til bana af lög­regl­unni í Brus­sel þann 15. mars.

Lög­regl­an hef­ur kom­ist að því að Laachra­oui og Belkaid voru í síma­sam­bandi við nokkra þá sem tóku þátt í árás­inni í Par­ís kvöldið sem hún var fram­kvæmd.

Hóp­ur­inn sem stóð að árás­un­um í Brus­sel og Par­ís virðist því vera einn og hinn sami, að minnsta kosti tengj­ast menn­irn­ir flest­ir með ein­hverj­um hætti. 

Faycal Cheffou, sem handtekinn og ákærður fyrir tengsl við árásirnar …
Faycal Cheffou, sem hand­tek­inn og ákærður fyr­ir tengsl við árás­irn­ar í Brus­sel, er laus úr haldi. Ekki voru tald­ar nægi­leg­ar sann­an­ir til að halda hon­um. AFP
Menn sem tengjast hryðjuverkaárásinni í París í nóvember: (efst frá …
Menn sem tengj­ast hryðju­verka­árás­inni í Par­ís í nóv­em­ber: (efst frá vinstri) Abdel­hamid Aba­aoud, Bra­him Abdeslam, Samy Amimour, Omar Ismail Mostefai, Fou­ed Mohamed Aggad, Bilal Hadfi, Salah Abdeslam og Mohamed Abrini eru þeirra á meðal. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert