Flugræninginn handtekinn

Maður klifrar út um glugga flugstjórnarklefans á flugvellinum í morgun.
Maður klifrar út um glugga flugstjórnarklefans á flugvellinum í morgun. AFP

Maður sem tók völdin í farþegaþotu Egyptair snemma í morgun og neyddi hana til lendingar í Kýpur hefur verið handtekinn. Að sögn yfirvalda er ekki um neins konar hryðjuverk að ræða heldur virðist sem maðurinn sé í leit að fyrrverandi ástkonu sinni sem býr á eyjunni og hefur hann krafist fundar við hana.

Umfjöllun mbl.is: „Hann hafði enga byssu eða neitt“

Farþegaþotan lenti á flug­vell­in­um í hafn­ar­borg­inni Larnaca klukk­an 8.50 í morg­un, eða klukk­an 5.50 að ís­lensk­um tíma. Flug­ræn­ing­inn hafði þá haft sam­band við flug­stjórn­ina tutt­ugu mín­út­um áður til að krefjast þess að fá að lenda.

Flestum farþegunum var fljótlega leyft að yfirgefa flugvélina en nokkrir voru eftir. Nú hefur utanríkisráðuneyti Kýpur staðfest að maðurinn hafi verið handtekinn og nafngreint hann sem Seif Eldin Mustafa.

Þá staðfestir EgyptAir einnig á Twitter að maðurinn hafi verið handtekinn og öllum gíslum sleppt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert