Rob Ford „borgarstjóri í himnaríki“

Rob Ford
Rob Ford AFP

Fyrrverandi borgarstjóri Toronto-borgar í Kanada, Rob Ford, var lagður til hinstu hvílu í dag eftir að hafa látið undan í baráttunni við krabbamein. Ford nau mikilla vinsælda en hann var þekktastur fyrir fíkniefnaneyslu sína á meðan hann gegndi embætti og myndbönd sem náðust af henni og voru sett á netið.

Frétt mbl.is: Farvel Ford

Hundruð komu saman fyrir framan ráðhúsið í Toronto í dag til þess að kveðja hann samkvæmt frétt AFP og mikið fjölmenni var að sama skapi í jarðarförinni. Fólk hrópaði meðal annars: „Rob Ford, besti borgarstjóri allra tíma," og veifaði fánum sem báru mynd hans auk kanadíska fánans. Pólitískir andstæðingar mættu einnig og vottuðu honum virðingu sína.

Tíu ára dóttir Fords, Stephanie, ritaði í minningargrein: „Pabbi minn var frábær borgarstjóri. Hann hjálpaði fullt af fólki. Og núna er hann borgarstjóri í himnaríki.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert