Konan segir flugræningjann „stórhættulegan“

Seif Eddin Mostafa (f.m.) leiddur burt af lögreglumönnum á Kýpur.
Seif Eddin Mostafa (f.m.) leiddur burt af lögreglumönnum á Kýpur. AFP

Kýpversk fyrrverandi eiginkona egypska flugræningjans sem neyddi flugstjóra farþegavélar EgyptAir til að lenda á eyjunni í vikunni segir manninn „gríðarlega hættulegan“ fíkniefnaneytanda sem hafi beitt sig og börnin þeirra ofbeldi. Hann hafi ekki beðið um að fá að tala við sig eftir flugránið.

Í viðtali við dagblaðið Phileleftheros segir Marina Paraschou að hinn 59 ára gamli Seif Eddin Mustafa hafi ekki rænt flugvélinni vegna ástar sinnar á henni. Hann hafi ekki farið fram á að tala við hana og lögregla hafi aðeins kallað hana til svo að hún gæti borið kennsl á rödd Mustafa.

Paraschou segir Mustafa öfgakenndan stuðningsmann Frelsissamtaka Palestínu (PLO). Hann hafi meðal annars stært sig af því að hafa tekið þátt í að drepa þrjá ísraelska hermenn og seti í fangelsi í Sýrlandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert