Fellur ríkisstjórn Möltu vegna skattaskjóla?

Joseph Muscat.
Joseph Muscat. AFP

Fyrirhuguð eru fjöldamótmæli í höfuðborg Möltu, Valletta, eftir að upplýst var að orkumálaráðherra landsins, Konrad Mizzi, og starfsmannastjóri forsætisráðuneytisins, Keith Schembri, hafi reynt að stofna reikninga í bönkum í Panama og Dubai.

Fram kemur á fréttavefnum Euobserver.com að þeir Mizzi og Schembri hafi reynt að stofna bankareikningana í gegnum sjóð á Nýja Sjálandi og félög í Panama sem sett voru á laggirnar fyrir þá af Nexia BT, umboðsaðila lögmannsstofunnar Mossack Fonseca. Panama-skjölin sem verið hafa mjög til umfjöllunar að undanförnu koma frá lögmannsstofunni.

Maltneski blaðamaðurinn Daphne Caruana Galizia segir í samtali við fréttavefinn að þróun mála á Íslandi hafi haft mikil áhrif á Möltu. Andrúmsloftið væri mjög eldfimt. Fordætisráðherra Möltu og leiðtogi Verkamannaflokksins, Joseph Muscat, hefur varið Mizzi og Schembri og er reiði fólks af þeim sökum farin að beinast að honum. Ríkisstjórn hans gæti því verið í hættu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert