Ungt flóttafólk litið hornauga

22 ára starfsmaður var stunginn til bana á heimili fyrir …
22 ára starfsmaður var stunginn til bana á heimili fyrir unga hælisleitendur í janúar á þessu ár. AFP

Mustafa kom til Gautaborgar í Svíþjóð í júní á síðasta ári. Hann er eitt af 35 þúsund börnum og ungmennum sem hafa óskað eftir hæli í landinu síðastliðið ár, börnum og ungmennum sem komu án fylgdar foreldra eða forsjáraðila.

Hann er 15 ára og lagði upp í ferðalagið í Quetta í vesturhluta Pakistan. Þaðan fór hann í gegnum Íran, Tyrkland og Grikklands. Fljótlega var hann kominn í sitt eigið herbergi á heimili í Mölndal, einu af úthverfum Gautaborgar, fyrir börn og unglinga sem tilheyra þessum hópi. Hann hóf nám, gekk til liðs við fótboltalið og stundaði leiklist. Hann vill verða læknir.

Á síðasta ári komu tæplega sjötíu þúsund ungmenni án fylgdar til landa Evrópusambandsins en meira en helmingur þeirra fór til Svíþjóðar. Samkvæmt lögum ber komulandinu að sjá um þau þangað til þau ná 21 árs aldri.

Viðhorf í garð ungra flóttamanna, þá sérstaklega drengja frá Afganistan, í Svíþjóð hefur tekið verulegum breytingum á síðustu mánuðum. Fyrst fengu þeir samúð, nú mætir þeim reiði og tortryggni. Andrúmsloftið hefur verið þvingað eftir að unglingsdrengur frá Sómalíu stakk konu til bana á heimili fyrir unga hælisleitendur í Mölndal.

Í kjölfarið veltu margir fyrir sér hvort straumur flóttafólk til landsins væri of mikill. Á síðasta sóttu 163 þúsund manns um hæli í Svíþjóð, stundum allt að 10 þúsund manns á viku.

Rashid er tvítugur og kom til Svíþjóðar frá Sómalíu fyrir fjórum árum. Hann vill gjarnan koma undir sig fótunum í Svíþjóð og vinnur á McDonalds í dag svo hann hafi efni á því að ganga í menntaskóla.

„Andrúmsloftið í Svíþjóð hefur breyst; það er gerir nýjum hælisleitendum miklu erfiðara fyrir,“ segir Rashid. „En enginn kemur hingað til að beita ofbeldi, það gerist bara ef þeir glíma við alvarleg andleg veikindi.“

Guardian fjallar um málið

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert