Ungt flóttafólk litið hornauga

22 ára starfsmaður var stunginn til bana á heimili fyrir …
22 ára starfsmaður var stunginn til bana á heimili fyrir unga hælisleitendur í janúar á þessu ár. AFP

Mu­stafa kom til Gauta­borg­ar í Svíþjóð í júní á síðasta ári. Hann er eitt af 35 þúsund börn­um og ung­menn­um sem hafa óskað eft­ir hæli í land­inu síðastliðið ár, börn­um og ung­menn­um sem komu án fylgd­ar for­eldra eða for­sjáraðila.

Hann er 15 ára og lagði upp í ferðalagið í Qu­etta í vest­ur­hluta Pak­ist­an. Þaðan fór hann í gegn­um Íran, Tyrk­land og Grikk­lands. Fljót­lega var hann kom­inn í sitt eigið her­bergi á heim­ili í Möln­dal, einu af út­hverf­um Gauta­borg­ar, fyr­ir börn og ung­linga sem til­heyra þess­um hópi. Hann hóf nám, gekk til liðs við fót­boltalið og stundaði leik­list. Hann vill verða lækn­ir.

Á síðasta ári komu tæp­lega sjö­tíu þúsund ung­menni án fylgd­ar til landa Evr­ópu­sam­bands­ins en meira en helm­ing­ur þeirra fór til Svíþjóðar. Sam­kvæmt lög­um ber komuland­inu að sjá um þau þangað til þau ná 21 árs aldri.

Viðhorf í garð ungra flótta­manna, þá sér­stak­lega drengja frá Af­gan­ist­an, í Svíþjóð hef­ur tekið veru­leg­um breyt­ing­um á síðustu mánuðum. Fyrst fengu þeir samúð, nú mæt­ir þeim reiði og tor­tryggni. And­rúms­loftið hef­ur verið þvingað eft­ir að ung­lings­dreng­ur frá Sómal­íu stakk konu til bana á heim­ili fyr­ir unga hæl­is­leit­end­ur í Möln­dal.

Í kjöl­farið veltu marg­ir fyr­ir sér hvort straum­ur flótta­fólk til lands­ins væri of mik­ill. Á síðasta sóttu 163 þúsund manns um hæli í Svíþjóð, stund­um allt að 10 þúsund manns á viku.

Rashid er tví­tug­ur og kom til Svíþjóðar frá Sómal­íu fyr­ir fjór­um árum. Hann vill gjarn­an koma und­ir sig fót­un­um í Svíþjóð og vinn­ur á McDon­alds í dag svo hann hafi efni á því að ganga í mennta­skóla.

„And­rúms­loftið í Svíþjóð hef­ur breyst; það er ger­ir nýj­um hæl­is­leit­end­um miklu erfiðara fyr­ir,“ seg­ir Rashid. „En eng­inn kem­ur hingað til að beita of­beldi, það ger­ist bara ef þeir glíma við al­var­leg and­leg veik­indi.“

Guar­di­an fjall­ar um málið

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert