Sett af fyrir að lofa Hitler

Adolf Hitler, foringi þýska Nasistaflokksins.
Adolf Hitler, foringi þýska Nasistaflokksins.

Borgarráðsmaður Verkamannaflokksins í Luton á Englandi hefur verið leystur frá störfum fyrir að hafa lýst gyðingahatri á Twitter. Í tístum sínum sagði borgarráðsmaðurinn meðal annars að Hitler hafi verið „merkasti maður sögunnar“ og Íran gæti þróað kjarnavopn til að afmá Ísraelsríki af jörðinni.

Aysegul Gurbuz skrifaði ummælin á Twitter-síðu sína áður en hún var kjörin í borgarráð í maí í fyrra. Verkamannaflokkurinn hefur staðfest að hún hafi verið leyst frá störfum tímabundið á meðan mál hennar er rannsakað.

Jeremy Corbyn, formaður flokksins, segir að hvers sá sem lýsir gyðingahatri verði sjálfkrafa vísað úr Verkamannaflokknum eftir rannsókn. Gyðingahatur sé fyrirlitlegt og rangt.

„Við höfum rekið og við munum reka hvaða flokksmann sem er sem hagar sér á þennan hátt,“ segir Corbyn sem hefur verið gagnrýndur af leiðtogum gyðinga fyrir að taka gyðingahatur ekki nægjanlega alvarlega.

Frétt BBC af borgarráðsmanninum í Luton

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert