Bræðurnir útveguðu vopn sem notuð voru í París

Khalid og Ibrahim El Bakraoui
Khalid og Ibrahim El Bakraoui AFP

Bræðurn­ir Khalid og Ibra­him El Bakra­oui, sem sprengdu sig í loft upp í hryðju­verka­árás­un­um í Brus­sel í síðasta mánuði, út­veguðu vopn og sprengi­efni sem notuð voru í þeirri árás og hryðju­verka­árás­un­um í Par­ís í nóv­em­ber.

Greint er frá þessu í tíma­riti hryðju­verka­sam­tak­anna Ríki íslams Dabiq en þar seg­ir að all­ur und­ir­bún­ing­ur fyr­ir árás­irn­ar í Par­ís og Brus­sel hafi byrjað hjá bræðrun­um og að þeir hefðu safnað sam­an vopn­um og sprengju­efni.

Ef satt reyn­ist þýðir það að bræðurn­ir spiluðu miklu mik­il­væg­ara hlut­verk í árás­un­um í Par­ís en hingað til hef­ur verið haldið.

Í grein­inni í Dabiq kem­ur einnig fram að Najim Laachra­oui, sem sprengdi sig í loft upp ásamt fyrr­nefnd­um Ibra­him á Za­ventem flug­vell­in­um í Brus­sel,  hefði út­búið sprengj­urn­ar sem voru notaðar bæði í Brus­sel og Par­ís.

Alls lét­ust 130 í árás­un­um í Par­ís og 32 í Brus­sel.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert