Pistorius verður dæmdur í júní

Oscar Pistorius í dómsal í morgun.
Oscar Pistorius í dómsal í morgun. AFP

Dómur yfir suðurafríska spretthlauparanum Oscar Pistorius, fyrir að hafa myrt unnustu sína, Reevu Steenkamp, verður kveðinn upp í júní. Þetta tilkynnti dómarinn í málinu í morgun. Lögfræðingum hans tókst ekki að snúa við ákvörðun hæstaréttar landsins um að sakfelling hans fyrir manndráp af gáleysi yrði breytt í morð.

Pistorius skaut Steenkamp til bana á Valentínusardeginum fyrir þremur árum. Sagðist hann hafa talið að hún væri innbrotsþjófur en hann skaut hana fjórum sinnum í gegnum hurðina á baðherberginu á heimili hans.

Dómurinn verður kveðinn upp um miðjan júní en Pistorius á yfir höfði sér að minnsta kosti 15 ára fangelsi. Dómurinn kann þó að verða styttur um sem nemur þeim tíma sem hann hefur þegar setið á bak við lás og slá.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka