Þingmenn neðri deildar brasilíska þingsins samþykktu í gær sækja mætti Dilmu Rousseff, forseta Brasilíu, til saka afglöp í embætti. Fram kemur í frétt AFP að atkvæðagreiðslan hafi tekið fimm klukkustundir og var ljóst skömmu fyrir miðnætti að tilskilinn fjöldi þingmanna hefði greitt atkvæði með málinu eða rúmlega tveir þriðju hlutar þeirra.
Mikil fagnaðarlæti brutust út á meðal stjórnarandstæðinga í þinginu þegar ljóst var að samþykkt hefð verið að forsetinn yrði kærður. Mál Rousseffs fer nú til öldungadeildarinnar sem ákveður hvort forsetinn verði ákærður. Talið er að greidd verði atkvæði um það í maí.
Verði samþykkt þar að ákæra Rousseff, sem talið er nær öruggt, verður hún að víkja í allt að 180 daga á meðan réttarhöldin eru nundirbúin. Samþykki öldungadeildin með 2/3 atkvæða að ákæra forsetann verða dagar hans í embætti taldir.