Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur viðurkennt að hafa gert mistök í deilunni sem hefur staðið yfir vegna ljóðs grínistans Jan Boehmermann um Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands.
Hún varði engu að síður ákvörðun sína um að heimila málshöfðun á hendur grínistanum vegna ljóðsins og sagði að um eðlileg viðbrögð hafi verið að ræða við ljóði þar sem Tayyip var sakaður um barnagirnd og kynmök við dýr.
Merkel sagðist samt sjá eftir ummælum talskonu sinnar, Steffen Seibert, sem sagði að hún líti á ljóðið sem „vísvitandi móðgun“.
„Þegar ég horfi til baka það voru þetta mistök,“ sagði Merkel og var þetta í fyrsta sinn sem hún tjáði sig opinberlega um deiluna.
Hún bætti við að ummælin gætu hafa gefið til kynna að „skoðanafrelsi væri ekki mikilvægt og að prentfrelsi væri ekki mikilvægt“.
Ýmsir hópar hafa gagnrýnt ákvörðun Merkel um að heimila málshöfðun gegn Boehmermann, auk þess sem fjölmiðlar og mikilsmetið fólk úr menningarlífinu hefur stutt við bakið á honum.
Frétt mbl.is: Keppt um hver geti móðgað Erdogan mest