Sex af hverjum tíu Brasilíubúum vilja kosningar sem fyrst til að leysa megi þá stjórnarkreppuna í landinu samkvæmt nýrri skoðanakönnun. Forseti landsins Dilma Rouseff á yfir höfði sér ákæru fyrir spillingu og misnotkun á opinberum sjóðum.
Rouseff kann að vera vikið úr starfi fyrrihluta maí mánaðar, og tekur höfuðandstæðingur hennar varaforsetinn Michel Temer þá við embættinu, en Rouseff hefur sakað hann um að standa fyrir stjórnarbyltingu.
Skoðanakönnunin sýndi að 62% Brasilíubúa vilja að bæði Rousseff og Temer segi af sér að og boðað verði til kosninga á ný.
Sá möguleiki er þó ekki til staðar eins og er, en gera þyrfti breytingar á stjórnarskrá landsins svo kjósa mætti nú. Hugmyndin nýtur þó mikilla vinsælda meðal almennings sem er orðinn langþreyttur á spillingu og stjórnardeilum fela í sér að lítið hefur komist í verk hjá ríkisstjórninni.
Aðeins 25% aðspurðra vildu hafa Rousseff áfram í embætti forseta, en ekki nema 8% töldu að það myndi leysa deiluna að Temer tæki við völdum.
Kosningar eiga næst að fara fram í Brasilíu 2018.
Umhverfisverndarsinninn Marina Silva naut mestra vinsælda í skoðanakönnuninni, en 39% vildu sjá hana taka við emætti forseta, 32% vildu Aecio Neves, sem keppti við Rouseff um forsetaembættið 2014 og þá vildi 31% sjá Luiz Inacio Lula da Silva, fyrrverandi forseti Brasilíu og lærifaðir Rousseff, í embætti forseta á nýjan leik.