Ætla að loka búðum hælisleitenda

Ódagsett mynd úr búðunum frá samtökunum Refugee Action Coalition
Ódagsett mynd úr búðunum frá samtökunum Refugee Action Coalition REFUGEE ACTION COALITION

Yfirvöld á Papúa Nýju-Gíneu ætla að loka umdeildum búðum Ástralíu fyrir hælisleitendur á eyjunni Manus. Kemur ákvörðun þeirra í framhaldi af því að hæstiréttur landsins dæmdi að búðirnar brytu á stjórnarskrárvörðum réttindum fólksins sem þar væri.

Landsvæði búðanna er umráðasvæði Ástralíu og hefur verið notað sem hluti af landamæravörslu landsins vegna straums flóttamanna sem reyna að fara með bátum til Ástralíu. 

Ráðherra innflytjendamála í Ástralíu hefur sagt að þeir vilji sjá þá 850 einstaklinga sem komið hafði verið fyrir í búðunum hverfa á burt á nýjan stað en tók það sérstaklega fram að þeir væru ekki á leiðinni til Ástralíu.

Forsætisráðherra Papúa Nýju-Gíneu sagði í yfirlýsingu í dag að yfirvöld í landinu myndu virða ákvörðun dómsins og óska eftir því strax að áströlsk yfirvöld myndu gera breytingar á fyrirkomulagi hælisleitendamála hjá sér.

Ódagsett mynd sem ráðuneyti innflytjendamála í Ástralíu birti úr búðunum …
Ódagsett mynd sem ráðuneyti innflytjendamála í Ástralíu birti úr búðunum fyrir tveimur árum. DEP IMMIGRATION & BORDER PROTECT
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert