Lofar blóðugri forsetatíð

00:00
00:00

Flest bend­ir til þess að Rodrigo Duterte verði næsti for­seti Fil­ipps­eyja en hann þykir væg­ast sagt um­deild­ur. Einkum fyr­ir það hversu ber­orður hann er og furðuleg stefnu­mál. Þannig eru ræður hans gjarn­an full­ar af blóts­yrðum og vafa­söm­um brönd­ur­um. Til að mynda brand­ara um að nauðga áströlsk­um trú­boða sem sat í fang­elsi á Fil­ipps­eyj­um og var myrt þar í óeirðum í fang­els­inu árið 1989. Hótaði hann því í kjöl­farið að slíta stjórn­mála­sam­bandi við Banda­rík­in og Ástr­al­íu eft­ir að send­ir­herr­ar land­anna gagn­rýndu um­mæli hans í þeim efn­um.

Duterte nýt­ur mests fylg­is í skoðana­könn­un­um sem hef­ur valdið stjórn­mála­stétt Fil­ipp­eyja mikl­um áhyggj­um, en kosn­ing­arn­ar fara fram 9. maí. Hef­ur hann lofað því að út­rýma glæp­um með því að láta taka tugi þúsunda glæpa­manna af lífi. Duterte, sem er 71 árs að aldri, er þekk­ur fyr­ir að vera sér­lega hrif­inn af gagn­stæða kyn­inu og kven­sam­ur í meira lagi. „Ég er skl­inn við kon­una mína. Ég er ekki getu­laus. Þannig að hvað á ég að gera? Láta hann hanga það sem eft­ir er? Þegar ég tek Via­gra þá stend­ur hann upp,“ sagði hann í ræðu í dag.

For­setafram­bjóðand­inn hef­ur sagt að hann ætti tvær hjá­kon­ur en hef­ur einnig heitið skatt­greiðend­um því að það myndi ekki kosta þá mikið að halda þeim uppi þar sem þær væru ekki dýr­ar í rekstri. Hann hýsti þær sjálf­ur á ódýr­um gisti­hús­um þar sem hann stundaði kyn­líf með þeim. Lof­orð hans um að út­rýma glæp­um með því að fyr­ir­skipa ör­ygg­is­sveit­um að taka glæpa­menn af lífi hef­ur vakið mesta at­hygli en lof­orðið ætl­ar hann að upp­fylla strax í byrj­un for­setatíðar sinn­ar. Hef­ur hann heitið því að for­setatíð hans yrði blóðug.

Duterte seg­ir að lög­reglu­menn og her­menn sem yrðu sakaðir um að brjóta á rétt­ind­um fólks yrði náðaðir af hon­um og í lok kjör­tíma­bils­ins ætlaði hann að náða sjálf­an sig enda væri það hægt sam­kvæmt stjórn­ar­skrá Fil­ipps­eyja. „Þúsund manns verða náðaðir á dag,“ sagði hann í ræðu sinni í dag og bætti við: „Rodrigo Duterte er náðaður fyr­ir fjölda­morð, und­ir­ritað Rodrigo Duterte.“ Þetta kallaði fram hlátra­sköll viðstaddra. Hann er sér­stak­lega vin­sæll á meðal þeirra sem rík­ast­ir eru í land­inu en þeir hafa mikl­ar áhyggj­ur af vax­andi glæpatíðni. 

Fram kem­ur í frétt AFP að vin­sæld­ir Duterte megi rekja til óánægju margra Fil­ipps­ey­inga með nú­ver­andi for­seta en gengið hafi hægt hjá hon­um að koma á um­bót­um í land­inu að mati stjórn­mála­skýrenda. Duterte virki á kjós­end­ur sem sterk­ur fram­bjóðandi sem lofi skjót­um lausn­um á djúp­stæðum vanda­mál­um eins og glæp­um og spill­ingu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert