Fríverslun grefur undan öryggi

Maður blaðar í skjölunum sem Grænfriðungar láku um viðræður evrópskra …
Maður blaðar í skjölunum sem Grænfriðungar láku um viðræður evrópskra og bandarískra stjórnvalda um fríverslunarsamning. AFP

Gögn um fyr­ir­hugaðan fríversl­un­ar­samn­ing Banda­ríkj­anna og Evr­ópu­sam­bands­ins eru sögð sýna að hags­mun­ir fyr­ir­tækja verði sett­ir ofar um­hverf­inu, aðgerðum í lofts­lags­mál­um og ör­yggi neyt­enda. Viðskipta­stjóri ESB seg­ir rang­hug­mynd­ir ríkja um samn­ing­inn. Gögn­in end­ur­spegli aðeins samn­ings­mark­mið aðila.

Grænfriðung­ar birtu í dag leyniskjöl um fríversl­un­ar­samn­ing­inn (TTIP) sem yrði um­fangs­mesti viðskipta- og fjár­fest­inga­samn­ing­ur í heimi. Sam­tök­in full­yrða að þau sýni að áhrif samn­ings­ins verði al­var­leg fyr­ir 800 millj­ón­ir íbúa Banda­ríkj­anna og Evr­ópu­sam­bands­ríkja. Um meiri­hátt­ar til­færslu á völd­um frá al­menn­ingi til stór­fyr­ir­tækja sé þar að ræða.

Þannig er samn­ing­ur­inn sagður kveða á um stofn­un sér­stakt dóm­stóls fyr­ir fjár­festa sem myndi gera alþjóðleg­um fyr­ir­tækj­um kleift að stefna rík­is­stjórn­um ef þau telja að stefna þeirra hamli frjálsri sam­keppni.

Full­trú­ar Grænfriðunga segja að gögn­in sýni að um­hverf­is­vernd verði kastað fyr­ir róða. Þannig sé hvergi minnst á alþjóðleg mark­mið um að draga úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda sem veld­ur lofts­lags­breyt­ing­um á jörðinni.

„Þessi gögn sem var lekið staðfesta það sem við höf­um lengi sagt að TTIP myndi setja fyr­ir­tæki í önd­vegi í stefnu­mót­un á kostnað um­hverf­is­ins og lýðheilsu,“ seg­ir Jorgo Riss, fram­kvæmda­stjóri Grænfriðunga í Evr­ópu.

Cecilia Malmström, viðskipta­stjóri ESB, seg­ir skjöl­in hins veg­ar aðeins sýna samn­ings­mark­mið hvors aðila um sig og ekk­ert annað. Það ætti ekki að koma á óvart því að Evr­ópu­sam­bandið og Banda­rík­in hafi ólík­ar skoðanir á ýms­um mál­um.

„Það krefst þess að vera sagt aft­ur og aft­ur: eng­inn viðskipta­samn­ing­ur ESB mun nokkru sinni draga úr vernd fyr­ir neyt­end­ur, mat­væla­ör­yggi eða um­hverfið,“ seg­ir Malmström.

TTIP hef­ur vakið tölu­verðar deil­ur og eru marg­ir Evr­ópu­bú­ar sagðir tor­tryggn­ir á samn­ing­inn. Viðræður um hann hafa gengið hægt en bæði stjórn­völd í Banda­ríkj­un­um og Evr­ópu­ríkj­um vilja ganga frá hon­um áður en Barack Obama yf­ir­gef­ur embætti for­seta um ára­mót­in.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert