Meiri hætta af zika en talið var

Zika-veiran smitast með biti moskítóflugna.
Zika-veiran smitast með biti moskítóflugna. AFP

Læknar í Brasilíu segja að zika-veiran sé enn hættulegri en talið var í fyrstu. Tengsl gætu verið á mikill sjúkdómsins og galla í taugakerfi og það gæti haft áhrif á börn allt að fimmtungs þungaðra kvenna. Bóluefni gegn veirunni er enn ekki komið fram.

Flestir læknar telja nú að tengsl séu á milli zika-veirunnar og fæðingargalla í börnum sem þýðir að þau fæðast með dvergvaxin höfuð. Áætlað er að um 1% óléttra kvenna sem smitast af veirunni eignist börn með þeim fæðingargalla.

Breska ríkisútvarpið BBC hefur nú eftir brasilískum læknum að sjúkdómurinn geti valdið annars konar skaða á heila fóstra í allt að fimmtungi tilfella. Rannsókn sem birt var í New England Journal of Medicine leiddi í ljós að athuganir á fóstrum í legi kvenna sem eru smitaðar af zika sýni afbrigðileika í 29% tilfella, þar á meðal vaxtarraskanir.

Hægst hefur á útbreiðslu sjúkdómsins í hlutum Brasilíu og er það þakkað betri fræðslu um hvernig fólk getur forðast smit. Þróun á bóluefni er hins vegar ennþá á frumstigi og ekki er til lyfjameðferð við veikinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert