Hafna fríverslun við Bandaríkin

Francois Hollande Frakklandsforseti.
Francois Hollande Frakklandsforseti. AFP

Frakkar hafna fyrirhuguðum fríverslunarsamningi Evrópusambandsins við Bandaríkin eins og sakir standa. Þetta er haft eftir Francois Hollande, forseta Frakklands, á fréttavefnum Euobserver.com í dag. Viðræður hafa staðið yfir frá árinu 2013. Alls óvíst er hvenær viðræðunum kann að ljúka og er jafnvel talið að þær gætu tekið nokkur á til viðbótar.

„Við erum ekki hlynnt fríverslun án þess að um hana gildi reglur,“ segir Hollande og bætir við að hann hafnaði því að fórna grundvallarhagsmunum fransks landbúnaðar og franskrar menningar. Þá væri hann sömuleiðis algerlega andvígur því að aðgengi að opninberum útboðum yrði ekki gagnkvæmur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert