Hóta að draga sig til baka

Erindi Lagarde lak þremur dögum áður en fjármálaráðherrar Evruríkjanna funda.
Erindi Lagarde lak þremur dögum áður en fjármálaráðherrar Evruríkjanna funda. AFP

Christine Lagarde, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, hefur hótað því að annað hvort komist leiðtogar erlendra lánadrottna Grikklands að samkomulagi um endurskipulagningu skulda ríkisins eða sjóðurinn dregur til baka þátttöku sína í björgunaraðgerðum.

Þetta kemur fram í erindi sem lekið var til fjölmiðla en þar segir m.a. að aðkoma AGS sé háð því að aðstoð evrópskra bandamanna Grikkja byggi á raunverulegum markmiðum, byggðum á trúverðugum aðgerðum.

Sex ár eru liðin frá því að gríska ríkið fékk fyrstu lánveitinguna byggða á björgunarpakka, sem hefur náð 240 milljörðum evra að stærð. Viðræður milli stjórnvalda og lánadrottan landsins hafa m.a. strandað á efnahagslegum markmiðum, en Lagarde hefur lagt áherslu á að lánadrottnar dragi úr kröfum sínum um rekstrarafgang.

Stjórnvöld í Grikklandi tikynntu nýverið atkvæðagreiðslu um óvinsælar breytingar á lífeyris- og skattalögum. Boðað hefur verið til mótmæla af þessu tilefni.

Grikkir standa enn og aftur frammi fyrir þjóðargjaldþroti ef þeim tekst ekki að greiða af lánum sem eru á gjalddaga í júlí nk.

Ítarlega frétt um málið má lesa hjá Guardian.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert