Sakar Hall um að gefa Prince dóp

Sinead O'Connor ber Arsenio Hall ekki vel söguna.
Sinead O'Connor ber Arsenio Hall ekki vel söguna. AFP

Grínistinn Arsenio Hall hefur stefnt írsku söngkonunni Sinead O'Connor fyrir meiðyrði vegna fullyrðinga hennar á Facebook um að hann hafi séð Prince fyrir eiturlyfjum um árabil. Krefst Hall þess að O'Connor greiði honum fimm milljónir dollara í miskabætur.

O'Connor fullyrti á Facebook-síðu sinni að hún hefði tilkynnt Hall til sýslumannsins í úthverfi Minneapolis sem rannsakar andlát Prince vegna þess að hann hefði látið söngvarann fá eiturlyf um áratugaskeið. Sakar söngkonan grínistann og fyrrverandi spjallþáttastjórnandann um að hafa byrlað sér ólyfjan í teiti hjá Eddie Murphy fyrir mörgum árum.

Hall brást ókvæða við ásökunum O'Connor og kallaðir þær „fyrirlitlegar tilbúnar lygar“. O'Connor sagði hann jafnfræga fyrir furðulegt og ruglað raus og fyrir tónlist sína. Í stefnu sinni segir Hall að hann hafi haft lítið samband við O'Connor og efast hann um að hún viti mikið um líf Prince.

Prince samdi frægasta lag O'Connor „Nothing compares 2U“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka