Þróuðu próf fyrir Zika-veiruna

Zika-veiran smitast með biti moskítóflugna.
Zika-veiran smitast með biti moskítóflugna. AFP

Vísindamenn við Harvard-háskóla hafa þróað próf sem getur á fljótlegan og ódýran hátt greint Zika-veiruna í blóði og munnvatni.

Heilbrigðissérfræðingar hafa haldið því fram að skortur á slíku prófi standi baráttunni gegn sjúkdómnum fyrir þrifum.

Zika-veiran getur valdið dvergvexti á höfði barna, heilaskaða og sjaldgæfum taugasjúkdómi.

Margar rannsóknir hafa verið gerðar á Zika-veirunni.
Margar rannsóknir hafa verið gerðar á Zika-veirunni. AFP

Samkvæmt vísindamönnunum við Harvard gæti prófið verið tilbúið til notkunar eftir þó nokkra mánuði. Það myndi kosta innan við einn dollara fyrir hvern sjúkling, samkvæmt niðurstöðum rannsóknar þeirra sem var birt í tímaritinu Cell.

Bandaríska lýðheilsustofnunin, CDC, hefur þegar lagt blessun sína yfir tvö próf til að greina Zika-veiruna. Þau þykja aftur á móti flókin og stundum er niðurstöðum þeirra ruglað saman við aðra vírusa á borð við Vestur-Nílar-vírusinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert