Fögnuðu sigri á Rauða torginu

Skriðdrekum og eldflaugum var ekið yfir Rauða torgið.
Skriðdrekum og eldflaugum var ekið yfir Rauða torgið. AFP

Rússar héldu í dag upp á að 71 ár er liði frá sigri Sovétríkjanna á nasistum í seinni heimstyrjöld með mikilli sigurhátíð á Rauða torginu. Um 10.000 hermenn tóku þátt ásamt skriðdrekum sem keyrðir voru yfir torgið. Vladimir Pútín, forseti Rússland, fylgdist með ásamt helstu embættismönnum og gömlum hermönnum.

Pútín ávarpaði mannfjöldann og óskaði landsmönnum til hamingju með daginn. Nýtti hann tækifærði til að kalla eftir því að alþjóðasamfélagið myndi sameinast í baráttunni gegn hryðjuverkum.

AFP

„Við verðum að vinna bug á þessari illsku og Rússland er tilbúið til þess að vinna með öðrum löndum að nútímalegu, utanflokka og alþjóðlegu öryggiskerfi,“ sagði Pútín.

Við hátíðahöldin mátti einnig sjá herþotur landsins leika listir sínar, þar á meðal Su-35 orrustuþotur sem Rússar nota í loftárásum sínum í Sýrlandi. Minni skrúðganga var haldin á herstöð Rússa í Sýrlandi í Hmeimin.

Þá var einnig haldið upp á „sigurdaginn“ í nokkrum fyrrverandi Sovétríkjum. Forseti Kasakstan, Nursultan Nazarbayev sat við hliðina á Pútín á Rauða torginu en aðrir þjóðarleiðtogar voru ekki á staðnum.

Vestrænir þjóðarleiðtogar mættu ekki á hátíðarhöldin á síðasta ári til þess að fagna sjötíu árum frá stríðslokum útaf stríðinu í Úkraínu. Pútín brást við með því að fagna stríðslokunum með leiðtogum Kína, Kúbu og fleiri vinum Rússlands.

Talið er að 27 milljónir hermanna og almennra borgara hafi látið lífið í Sovétríkjunum í seinni heimstyrjöld.

Pútín tekur í hendina á gömlum hermanni við athöfnina í …
Pútín tekur í hendina á gömlum hermanni við athöfnina í dag. AFP
Skriðdrekum var ekið yfir Rauða torgið.
Skriðdrekum var ekið yfir Rauða torgið. AFP
Rússneskir hermenn marsera á Rauða torginu. Alls tóku 10.000 hermenn …
Rússneskir hermenn marsera á Rauða torginu. Alls tóku 10.000 hermenn þátt. AFP
Rússneskar herkonur á Rauða torginu í morgun.
Rússneskar herkonur á Rauða torginu í morgun. AFP
AFP
Pútín ávarpar þjóð sína. Í bakgrunni er kirkja heilags Basils.
Pútín ávarpar þjóð sína. Í bakgrunni er kirkja heilags Basils. AFP
Rússneskar orrustuþotur af gerðinni Su-27 og MIG 29 sýndu listir …
Rússneskar orrustuþotur af gerðinni Su-27 og MIG 29 sýndu listir sínar AFP
AFP
Vladimir Pútín, forseti Rússlands
Vladimir Pútín, forseti Rússlands AFP
Hermaður úr seinni heimstyrjöld fylgist með.
Hermaður úr seinni heimstyrjöld fylgist með. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert