Duterte sigurvegari kosninganna

Rodrigo Duterte er næsti forseti Filippseyja
Rodrigo Duterte er næsti forseti Filippseyja AFP

Rodrigo „Digong“ Duterte er sig­ur­veg­ari for­seta­kosn­ing­anna í Fil­ipps­eyj­um eft­ir að and­stæðing­ar hans drógu sig í hlé. Op­in­ber úr­slit eru ekki enn ljós en helsti and­stæðing­ur Duterte, Mar Roxas, viður­kenndi ósig­ur sinn eft­ir að skoðanakann­an­ir sýndu óvinn­andi for­skot Duterte.

Duterte sagðist taka við umboðinu „með auðmýkt“ en hann er 71 árs gam­all. Viðhorf Duterte og um­mæli hafa vakið at­hygli en hann hef­ur lagt áherslu á refs­ingu glæpa­manna.

Duterte er borg­ar­stjóri í Dav­ao sem var eitt sinn þekkt fyr­ir háa glæpatíðni. Eft­ir 22 ár sem borga­stjóri hef­ur hann hlotið viður­nefnið „refs­ar­inn“ og þykir það end­ur­spegla viðhorf hans til glæp­a­starf­semi.

Alþjóðleg mann­rétt­inda­sam­tök hafa varað við Duterte og haldið því fram að hann hafi leyft af­töku­sveit­um að drepa mörg hundruð meinta glæpa­menn í Dav­ao.  

Þá hafa and­stæðing­ar Duterte hafa líkt hon­um við böðul og sagt að hann myndi kalla fram hryll­ing í land­inu. Þrátt fyr­ir það sigraði hann kosn­ing­arn­ar með glæsi­brag en sam­kvæmt könn­un­um hlaut hann næst­um því tvisvar sinn­um fleiri at­kvæði en helstu and­stæðing­ar hans.

Það þykir ljóst að lof­orð hans um að út­rýma glæpa­mönn­um og spillt­um emb­ætt­is­mönn­um heilluðu kjós­end­ur sem segj­ast marg­ir ekki hafa treyst rík­is­stjórn­inni í  lang­an tíma.

Í kosn­ing­un­um á sunnu­dag­inn var met­kjör­sókn þar sem rúm­lega 81% lands­manna mættu á kjörstað. Á sama tíma og for­seta­kosn­ing­arn­ar stóðu yfir var einnig kosið til þings og í sveita­stjórn­ir.

Fyrri frétt mbl.is: „Refs­ar­inn“ lík­leg­ur sig­ur­veg­ari

Fyrri frétt mbl.is: Lof­ar blóðugri for­setatíð

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka