Meirihluti segist styðja embættismissi

Umræður hafa nú staðið yfir á þinginu í alla nótt.
Umræður hafa nú staðið yfir á þinginu í alla nótt. AFP

Brasilíska öldungadeildarþingið ræðir nú hvort að ákæra eigi forseta landsins, Dilma Rousseff til embættismissis. Meirihluti þingmanna hafa þegar sagst ætla að kjósa gegn forsetanum. Ef svo verður mun Rousseff þurfa að víkja strax úr embætti og varaforsetinn tekur við. Rousseff verður þá ákærð fyrir brot sín.

Rouss­eff er sökuð um að hafa látið falsa rík­is­reikn­inga í því skyni að leyna vax­andi fjár­laga­halla í aðdraganda endurkjörs hennar árið 2014. Hún neit­ar þess­um ásök­un­um. 

Alls er 81 þingmaður er í öldungadeildinni og klukkan 3:30 að staðartíma (6:30 að íslenskum tíma) höfðu 58 þingmenn tjáð sig um málið. Af þeim hafði 41 lýst því yfir stuðningi við embættismissi forsetans.

Flestir segja að ástæða þess að Rousseff ætti ekki að vera í embætti væri útaf slökum efnahagi landsins og var henni kennt um það. Nú stendur yfir versta kreppa landsins í tíu ár og var atvinnuleysi 9% á síðasta ári. Þá hefur verðbólgan í landinu ekki verið eins há í tólf ár.

Dilma Rousseff, forseti Brasilíu
Dilma Rousseff, forseti Brasilíu AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert