Þurfa að endurvinna traust

Michel Temer, starfandi forseti Brasilíu.
Michel Temer, starfandi forseti Brasilíu. AFP

Michel Temer, starfandi forseti Brasilíu eftir að Dilma Rousseff var vikið úr embætti vegna ásakana um spillingu, segir að ríkið þurfi að endurvinna traust. Þetta kom fram í fyrstu ræðu hans eftir að hann tók við embættinu í dag.

„Við þurfum að bæta viðskiptaumhverfið fyrir einkageirann og ná jafnvægi á ríkisfjármálin,“ sagði Temer, en hann er í forsvari fyrir fylkingu hægri- og miðjumanna. Ríkisstjórn hans er sögð mjög hliðholl undir viðskiptafrelsi. 

Kallaði Temer eftir samræðum milli fylkinga í landinu og sagði þær nauðsynlegar til að ná sameiningu fólksins í landinu. Sagði hann samræðu einnig undirstöðu þess að koma af stað hagvexti í landinu, en landið er í djúpri kreppu þessa stundina.

Á fyrsta degi sínum sem forseti landsins fékk Temer talsverða gagnrýni fyrir skipan ríkisstjórnar sinnar, en hún er aðeins skipuð hvítum karlmönnum. Er það umtalsverð breyting frá síðustu ríkisstjórn, sem var leidd af fyrsta kvenkyns forseta landsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert