300 þungaðar konur greinst í Bandaríkjunum

Zika-veiran berst með moskítóflugum og kynmökum
Zika-veiran berst með moskítóflugum og kynmökum AFP

Tæplega 300 þungaðar konur í Bandaríkjunum hafa greinst með zika-veiruna samkvæmt nýjustu tölum. 157 konur hafa greinst í sjálfum Bandaríkjunum en 122 á öðrum bandarískum landsvæðum.

Þetta er í fyrsta skipti sem teknar eru saman tölur yfir þeir konur sem greindar eru með veiruna í Bandaríkjunum.

Veiran berst með moskítóflugum og kynmökum. Hún getur valdiðfæðing­argalla í börn­um sem þýðir að þau fæðast með dverg­vax­in höfuð. Áætlað er að um 1% óléttra kvenna sem smit­ast af veirunni eign­ist börn með þeim fæðing­argalla.

Einkenni zika-veirunnar er vægur hiti, höfuðverkur, beinverkir, útbrot og augnslímhúðarbólga.

Frétt BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert