Vilja aldraða fangavörðinn í 6 ára fangelsi

Reinhold Hanning á leið í dómssalinn.
Reinhold Hanning á leið í dómssalinn. AFP

Sak­sókn­ar­ar í máli Rein­holds Hann­ings sem starfaði sem fanga­vörður fyr­ir SS sveit­irn­ar í út­rým­ing­ar­búðunum í Auschwitz í síðari heims­styrj­öld­inni kröfðust í dag sex ára fang­els­is­refs­ing­ar yfir hon­um. Er hann ákærður fyr­ir að hafa átt þátt í morðum á 170 þúsund manns í út­rým­ing­ar­búðunum.

Hann­ing er sagður hafa starfað við að ákv­arða hvaða fang­ar voru nógu heil­brigðir til að geta stundað þræla­vinnu og hverja ætti að senda beint í gas­klef­ana. Er hann einnig sakaður um að hafa vitað af kerf­is­bundnu fjölda­af­tök­un­um sem fóru fram með þeim hætti að föng­um var stillt upp og þeir skotn­ir. 

Sjá frétt mbl.is: Fyrr­um SS vörður fyr­ir rétt

„Varn­araðil­inn átti þátt í út­rým­ingu fang­anna. Fórn­ar­lömb­in eiga það skilið að rétt­lætið nái fram að ganga í þessu máli,“ sagði Andreas Brendel aðalsak­sókn­ari í mál­inu við rétt­ar­höld­in í dag en þau fara fram í þýska bæn­um Det­mold. 

Hann­ing hef­ur áður sagt að hann skammist sín fyr­ir þátt­töku sína í stríðinu. „Ég skamm­ast mín fyr­ir að leyfa þessu órétt­læti að viðgang­ast og ekk­ert gert til að koma í veg fyr­ir það. Ég biðst form­lega fyr­ir­gefn­ing­ar á hegðun minni. Mér þykir þetta ein­læg­lega leitt,“ sagði Hann­ing við rétt­ar­höld­in. 

Sjá frétt mbl.is: „Ég hef þagað allt mitt líf“

Fleiri rétt­ar­höld yfir göml­um SS-for­ingj­um eru vænt­an­leg á kom­andi miss­er­um. Fyrr­um sjúkra­liði SS-sveit­anna, Hubert Zaf­ke sem er 95 ára að aldri, hef­ur verið ákærður fyr­ir þátt­töku í 3.681 morðum í síðari heims­styrj­öld­inni. Rétt­ar­höld­um yfir hon­um hef­ur þó verið frestað ít­rekað vegna bágr­ar heilsu hans. 

Sjá frétt mbl.is: SS menn dregn­ir til ábyrgðar

Reinhold Hanning.
Rein­hold Hann­ing. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert