Missti næstum af flugi MS408

Leit stendur yfir að vélinni og farþegum hennar.
Leit stendur yfir að vélinni og farþegum hennar. AFP

Pascal Hess, rúmlega fimmtugur Frakki, missti næstum af flugi MS804 frá París í Frakklandi til Kaíró í Egyptalandi þar sem hann týndi vegabréfinu sínu nokkrum dögum fyrir brottför. Vegabréfið fannst á götu í bænum Evreux þar sem hann bjó. Hess var ljósmyndari. Hann er meðal þeirra sem saknað er eftir er að farþegavél EgyptAir hvarf af ratsjám fyrir rúmum sólarhring.

Hjón á fertugsaldri frá Angers í Frakklandi voru einnig í vélinni ásamt tveimur börnum sínum. „Þau voru yndislegt fólk, enginn hafði lent upp á kant við þau og höfðu búið hér í Angers um tíma,“ sagði bæjarstjóri Angers í viðtali við fjölmiðla í gærkvöldi.

Richard Osman, jarðfræðingur og tveggja barna faðir, hafði nýlega flutt til South Wales í Bretlandi frá heimalandi sínu Egyptalandi.

Marwa Hamdy, framkvæmdastjóri hjá IMB, var einnig um borð í vélinni. Hún átti þrjá drengi á aldrinum 11 til 16 ára og var að koma úr heimsókn til fjölskyldu sinnar í París.

Um borð var einnig ríkisborgari Tjad. Talsmaður sendiráðs Tjad í Frakklandi sagði í samtali við CBB að maðurinn hafi verið á leiðinni til heimalands síns til að syrgja móður sína sem lést nýlega.

Sextíu og sex manns er saknað eftir að vélin hvarf af ratsjám.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert