Samþykktu framsal á „El Chapo“

Joaquin Guzman eða
Joaquin Guzman eða "El Chapo" AFP

Mexíkósk yfirvöld hafa samþykkt að eiturlyfjabaróninn Joaquin „El Chapo“ Guzman verði framseldur til Bandaríkjanna en þar hefur hann verið ákærður fyrir smygl og morð meðal annars.

Lögmenn hans hafa 30 daga til þess að áfrýja niðurstöðunni og þó svo að hún fái að standa gætu liðið margir mánuðir áður en Guzman er sendur til Bandaríkjanna. Guzman var handsamaður í janúar, sex mánuðum eftir að hann slapp úr öryggisfangelsi. Fyrr í þessum mánuði var hann fluttur í fangelsi nálægt landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó.

Sjö bandarískir saksóknara hafa ákært Guzman, m.a. fyrir peningaþvott og vopna- og eiturlyfjavörslu.

Utanríkisráðuneyti Mexíkó segir að Bandaríkin hafi lofað því að Guzman verði ekki tekinn af lífi verið hann framseldur.

Guzman var leiðtogi Sinaloa glæpasamtakana og var á tímapunkti talinn bera ábyrgð á fjórðungi allra eiturlyfja sem komu til Bandaríkjanna gegnum Mexíkó. Áður en hann slapp á síðasta ári hafði Guzman áður flúið fangelsi og gengið laus í rúman áratug.

Frétt BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka