Egypsk yfirvöld rannsaka nú orðróm um að það hafi verið reykur um borð farþegaþotu EgyptAir rétt áður en hún hrapaði í Miðjarðarhafið aðfaranótt fimmtudags. „Við erum að skoða málið,“ sagði flugmálaráðherra Egyptalands í samtali við AFP. „Ég get hvorki staðfest eða neitað því að þetta sé rétt.“
The Wall Street Journal hélt því fram í kvöld að sjálfvirkt viðvörunarkerfi um borð hefði gefið til kynna að reykur hafi verið í nefi flugvélarinnar og að eitthvað hafi verið af stjórnunarkerfi hennar rétt áður en hún hrapaði.
Er því haldið fram að viðvörunin hafi verið sent sjálfkrafa úr tölvukerfi farþegaþotunnar um klukkan 2:26 að staðartíma, rétt áður en samband við vélina rofnaði.
Skilaboðin gáfu til kynna að reykur hefði verið í framhluta vélarinnar, sérstaklega í salerni og vélarrými fyrir neðan flugstjórnarklefann.
CNN heldur því einnig fram að reykur hafi verið í vélinni áður en hún hrapaði og vitnaði í egypskar heimildir.
Flugmálaráðherra Egyptalands sagði á fimmtudaginn að það væri líklegra að hryðjuverkamenn hefðu grandað vélinni en tæknibilun. Brak úr vélinni ásamt sætum og farangri fundust í dag í um 290 km fjarlægð frá egypsku borginni Alexandríu.