Birtu myndir af brakinu

Björgunarvesti úr vélinni
Björgunarvesti úr vélinni Af Facebook síðu talsmanns hersins

Egypski herinn hefur birt myndir af hlutum sem hafa fundist í leitinni í Miðjarðarhafinu af farþegaþotu EgyptAir sem hrapaði í hafið aðfaranótt fimmtudags. Um var að ræða björgunarvesti, hluta úr sætum og brak sem var augljóslega merkt flugfélaginu.

Þotan var af gerðinni Airbus A320 og á leið frá París til Kaíró með 66 manns um borð þegar hún hvarf af ratsjám aðfaranótt fimmtudags.

Rannsakendur hafa staðfest að reykur hafi verið um borð mínútum áður en þotan hvarf af ratsjám. Orsök þess er þó enn ekki vituð.

Utanríkisráðherra Frakklands, fundaði með fjölskyldum fórnarlambanna í dag. Sagði hann „allar mögulegar tilgátur í rannsókn“ og engar þeirra góðar.

Í leitinni hafa einnig fundist líkamspartar og farangur en ekkert hefur sést af svokölluðum „svörtum kassa“ vélarinnar.

Frétt BBC.

Máti sjá hluti sem voru augljóslega merktir EgyptAir
Máti sjá hluti sem voru augljóslega merktir EgyptAir Af Facebooksíðu talsmanns hersins
Af Facebooksíðu hersins
Af Facebooksíðu talsmanns hersins
Af Facebooksíðu talsmanns hersins
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert