Að minnsta kosti 37 Sambíumenn létu lífið þegar kviknaði í farþegarútu eftir að hún ók á termítahól í Lýðveldinu Kongó í gær. Þá slösuðust 22 alvarlega en slysið varð nálægt bænum Mokambo í suðausturhluta landsins.
Jean Olondo, samfélagsleiðtogi í Mokambo, staðfesti í samtali við AFP að allir hinir látnu hefðu verið Sambíumenn.
Að sögn Olondo var rútunni ekið á miklum hraða þegar hún ók á hólinn.