Egyptar nota kafbát í leitinni

AFP

Egyptar hafa nú ákveðið að nota kafbát við leitina að flugritum farþegaþotu EgyptAir sem hrapaði í Miðjarðarhafið aðfaranótt fimmtudags. Forseti Egyptalands, Abdul Fatah al-Sisi, sagði að unnið væri dag og nótt til þess að finna flugritana tvo.

Þotan var af gerðinni Airbus A320 og var á leið frá París til Kaíró með 66 manns um borð. Sisi sagði „enga sérstaka kenningu uppi“ um orsök hrapsins eins og stendur.

Rannsakendur hafa greint frá því að reykur hafi verið í ákveðnum hlutum vélarinnar um þremur mínútum áður en hún hvarf af ratsjám.

Flugmálaráðherra Egyptalands segir möguleikann á því að vélinni hafi verið grandað af hryðjuverkamönnum meiri en að um tæknibilun hafi verið að ræða. Sisi ítrekaði þó að það myndi taka langan tíma að komast til botns í málinu.

Egypski herinn birti í gær myndir af björgunarvestum, persónulegum munum og braki úr þotunni sem fannst í Miðjarðarhafinu.

Frétt BBC.

Ættingjar og vinir fórnarlambanna biðja fyrir í rétttrúnaðarkikrju í Kaíró …
Ættingjar og vinir fórnarlambanna biðja fyrir í rétttrúnaðarkikrju í Kaíró í dag. AFP
Egypski herinn birti myndir af því sem fundist hefur af …
Egypski herinn birti myndir af því sem fundist hefur af vélinni í gær. AFP
Meðlimir leitarteymis skima eftir braki í Miðjarhafinu
Meðlimir leitarteymis skima eftir braki í Miðjarhafinu AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert