G7 telur Brethvarf ógna vexti

Leiðtogar G7-ríkjanna hafa fundað í Japan síðustu daga.
Leiðtogar G7-ríkjanna hafa fundað í Japan síðustu daga. AFP

Leiðtogar sjö af stærstu iðnríkjum heims segja að kjósi Bretar að ganga úr Evrópusambandinu muni það snúa við vexti í alþjóðlegum viðskiptum, fjárfestingum og störfum. Í lokayfirlýsingu G7-fundarins í Japan er lykiláhersla lögð á hagvöxt til að takast á við ógnir við efnahag og öryggis heimsins.

Hópurinn, sem samanstendur af fulltrúum Bandaríkjanna, Kanada, Bretlands, Ítalíu, Þýskalands, Frakklands og Japans, hét því að taka saman á meiri háttar ógnum við hagvöxt á heimsvísu, þar á meðal hættu af hryðjuverkaárásum og ofbeldisfullri öfgahyggju.

Sá vöxtur eigi að skapa sem mesta atvinnu og gagnast öllum sviðum samfélagsins. Kalla leiðtogarnir eftir því að alþjóðlegum mörkuðum verði haldið opnum til að bægja burt hvers kyns verndarstefnu og að lönd felli ekki gengi gjaldmiðla sinna til þess að bæta samkeppnisstöðu sína.

Í yfirlýsingu G7-hópsins segir einnig að flóttamannastraumurinn til Evrópu sé hnattrænt vandamál sem krefst hnattrænna viðbragða. Auka þurfi aðstoð alþjóðlegra fjármálastofnana og einstakra ríkja.

Hópurinn birti einnig aðgerðaáætlun gegn hryðjuverkum. Bæta á upplýsingaskipti á milli landa og Interpol og herða landamæraeftirlit og flugöryggi.

Frétt BBC

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert