Drengur féll ofan í górillugryfju

AFP

Starfs­menn dýrag­arðsins í borg­inni Cinc­innati í Ohio-ríki í Banda­ríkj­un­um skutu til bana gór­illu í gær eft­ir að þriggja ára gam­all dreng­ur féll ofan í gryfj­una til henn­ar. Dreng­ur­inn skreið í gegn­um girðingu utan um gryfj­una og féll ofan í hana.

Gór­ill­an, 17 ára gam­alt karldýr, tók dreng­inn upp í kjöl­farið að sögn starfs­manns dýrag­arðsins. Haft er eft­ir sjón­ar­vott­um í frétt AFP að gór­ill­an hafi dregið dreng­inn um gryfj­una. Starfs­menn garðsins skutu gór­ill­una til bana um 10 mín­út­um eft­ir að dreng­ur­inn féll ofan í gryfj­una.

Dreng­ur­inn var flutt­ur á sjúkra­hús en meiðsl hans eru ekki tal­in lífs­hættu­leg. Tek­in var ákvörðun um að skjóta gór­ill­una til bana í stað þess að svæfa hana þar sem svæf­ing­in hefði ekki virkað sam­stund­is að sögn starfs­manns­ins. Líf drengs­ins hafi verið talið í hættu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka