Ætla að rannsaka dráp Harambe

Harambe var 17 ára gamall.
Harambe var 17 ára gamall. AFP

Lög­regl­an hyggst rann­saka drápið á gór­ill­unni Haram­be í dýrag­arðinum Cinc­innati Zoo & Bot­anical Garden í Banda­ríkj­un­um. Meðal ann­ars verður kannað hvort til­efni sé til þess að höfða mál á hend­ur dýrag­arðinum.

Starfs­menn dýrag­arðsins skutu og drápu gór­ill­una eft­ir að dreng­ur féll ofan í gór­ill­ugryfju. Þeir óttuðust að líf drengs­ins væri í hættu. At­vikið átti sér stað síðasta laug­ar­dag.

For­svars­menn dýrag­arðsins segja að starfs­menn­irn­ir hafa ekki átt annarr­ar kosta völ en að skjóta gór­ill­una.

Dýra­vernd­un­ar­sinn­ar saka dýrag­arðinn um van­rækslu. Hags­muna­sam­tök­in Stop Ani­mal Exploitati­on Now segj­ast hafa sent form­lega kvört­un gegn dýrag­arðinum til banda­ríska land­búnaðarráðuneyt­is­ins.

Þá hafa for­eldr­ar drengs­ins einnig verið gagn­rýnd­ir harðlega á sam­fé­lags­miðlum en sum­ir hafa kallað eft­ir því að þeir verði sótt­ir til saka fyr­ir ða hafa ekki haft eft­ir­lit með drengn­um, með þeim af­leiðing­um að hann komst und­ir girðingu og ofan í gór­ill­ugryfj­una.

Dreng­ur­inn hef­ur verið út­skrifaður af sjúkra­húsi með minni hátt­ar meiðsli, að því er seg­ir í frétt breska rík­is­út­varps­ins.

Frétt mbl.is: Dráp Haram­be vek­ur at­hygli

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka