Ætla að rannsaka dráp Harambe

Harambe var 17 ára gamall.
Harambe var 17 ára gamall. AFP

Lögreglan hyggst rannsaka drápið á górillunni Harambe í dýragarðinum Cincinnati Zoo & Botanical Garden í Bandaríkjunum. Meðal annars verður kannað hvort tilefni sé til þess að höfða mál á hendur dýragarðinum.

Starfsmenn dýragarðsins skutu og drápu górilluna eftir að drengur féll ofan í górillugryfju. Þeir óttuðust að líf drengsins væri í hættu. Atvikið átti sér stað síðasta laugardag.

Forsvarsmenn dýragarðsins segja að starfsmennirnir hafa ekki átt annarrar kosta völ en að skjóta górilluna.

Dýraverndunarsinnar saka dýragarðinn um vanrækslu. Hagsmunasamtökin Stop Animal Exploitation Now segjast hafa sent formlega kvörtun gegn dýragarðinum til bandaríska landbúnaðarráðuneytisins.

Þá hafa foreldrar drengsins einnig verið gagnrýndir harðlega á samfélagsmiðlum en sumir hafa kallað eftir því að þeir verði sóttir til saka fyrir ða hafa ekki haft eftirlit með drengnum, með þeim afleiðingum að hann komst undir girðingu og ofan í górillugryfjuna.

Drengurinn hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi með minni háttar meiðsli, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins.

Frétt mbl.is: Dráp Harambe vekur athygli

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert