Lést við kynfæralimlestingu

Kynfæralimlestingar eru ólöglegar í Egyptalandi.
Kynfæralimlestingar eru ólöglegar í Egyptalandi. AFP

Yf­ir­völd í Egyptalandi rann­saka nú dauðsfall tán­ings­stúlku sem lést þegar hún gekkst und­ir kyn­færalim­lest­ingu á einka­sjúkra­húsi. Kyn­færalim­lest­ing­ar eru ólög­leg­ar í Egyptalandi og bæði lækn­ar og fjöl­skyld­ur hafa hlotið dóma í mál­um þeim tengd­um.

Stúlk­an, May­ar Mohamed Mousa, var 17 ára göm­ul. Syst­ir henn­ar var einnig lát­in gang­ast und­ir aðgerðina en móðir stúlkn­anna er hjúkr­un­ar­fræðing­ur og faðir þeirra, sem er lát­inn, var skurðlækn­ir.

Mou­se lést á sunnu­dag og á mánu­dag var sjúkra­hús­inu lokað. Þá voru stjórn­end­ur og starfs­fólk yf­ir­heyrð. Búið er að kryfja stúlk­una en dánar­or­sök­in ligg­ur ekki fyr­ir.

Að sögn Claudiu Cappa, aðal­höf­undi nýj­ustu skýrslu Sam­einuðu þjóðanna um kyn­færalim­lest­ing­ar, hafa stór skref í rétta átt verið tek­in í Egyptalandi, Líb­eríu, Búrkína Fasó og Ken­ía.

Stór þátt­ur er breytt viðhorf mæðra, en sam­kvæmt rann­sókn­um hafa 92% egypskra mæðra verið látn­ar sæta kyn­færalim­lest­ingu en „aðeins“ 35% þeirra hyggj­ast láta umskera dæt­ur sín­ar.

Af­leiðing­ar kyn­færalim­lest­inga eru m.a. blæðing­ar og sárs­auki við þvag­lát, sárs­auka­full kyn­mök, mögu­lega ban­væn vand­kvæði við fæðingu og sál­ræn­ir erfiðleik­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert