Móðir drengsins ekki sótt til saka

Í fyrstu virtist Harambe forvitinn um drenginn en hróp og …
Í fyrstu virtist Harambe forvitinn um drenginn en hróp og köll viðstaddra virtust æsa górilluna upp. Skjáskot

Móðir drengs­ins sem féll ofan í gór­ill­ugryfju í dýrag­arðinum Cinc­innati Zoo & Bot­anical Garden í Banda­ríkj­un­um í lok síðasta mánaðar verður ekki sótt til saka fyr­ir að hafa ekki haft eft­ir­lit með drengn­um.  

Dreng­ur­inn klifraði yfir girðingu og féll ofan í gryfj­una þar sem hann hitti gór­ill­una Haram­be. Starfs­menn dýrag­arðsins skutu dýrið til bana. Marg­ir hafa gagn­rýnt móður­ina fyr­ir að hafa ekki haft eft­ir­lit með syni sín­um sem leiddi til þess að dýrið var drepið.

Joe Deters, sak­sókn­ari í mál­inu, seg­ir að dreng­ur­inn hafi tekið á sprett frá móður sinni sem gætti þriggja systkina hans.

Frétt­ir mbl.is um málið: 

Gór­ill­an gætti barns­ins

Ætla að rann­saka dráp Haram­be

Dráp Haram­be vek­ur at­hygli

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka