Enskar bullur kveiktu í veitingastað

Táragasi skotið að enskum fótboltabullum í dag.
Táragasi skotið að enskum fótboltabullum í dag. AFP

Enskum fótboltabullum lenti saman við rússneskar bullur og frönsku lögregluna í borginni Marseille í Frakklandi í kvöld, en á morgun fer fram leikur Englands og Rússlands í borginni. Eigendum veitingastaða í Vieux Port-hverfinu var í framhaldi af látunum skipað að loka stöðum sínum.

Samkvæmt upplýsingum AFP-fréttastofunnar voru um 250 stuðningsmenn Englands sem lenti saman við lögregluna í Vieux Port-hverfinu og hentu þeir meðal annars bjórdósum og öðru lauslegu í lögreglumennina. Var þeim svarað með táragasi. Nokkrir voru handteknir og einn fluttur á spítala vegna minni háttar meiðsla.

Á Twitter síðu ljósmyndarans Owen Humphreys er birt myndskeið sem sýnir þegar stuðningsmenn Englands hafa kveikt í húsgögnum við veitingastað og að hluta til í veitingastaðnum sjálfum í hverfinu og henda dóti í lögregluna.

Knattspyrnusamband Englands sendi frá sér tilkynningu í kjölfarið þar sem hegðun stuðningsmannanna var fordæmd.

Enskar fótboltabullur í Marseille.
Enskar fótboltabullur í Marseille. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert