Enn berast fregnir af átökum stuðningsmanna enska landsliðsins við lögreglu í Marseille í Frakklandi. Morgunninn var rólegur en um þrjúleytið eftir hádegi brutust úr óeirðir. Um sextíu franskir óeirðalögreglumenn beittu kylfum og táragasi á stuðningsmennina.
Stuðningsmennirnir söfnuðust saman fyrir utan ölstofur og hótel við höfnina í borginni. Einn maður missti meðvitund í átökunum við lögreglu. Guardian hefur eftir vitni að hann hafi ítrekað verið barinn í höfuðið. Níu voru handteknir.
Í gærkvöldi, áður en leikur Englands og Rússlands hófst, söfnuðust 250 stuðningsmenn enska landsliðsins saman við höfnina í Marseille þar sem þeir sungu og klifruðu á skiltum.
Frétt mbl.is: Enskar bullur kveiktu í veitingastað