Afþakkar hamingjuóskir vegna árásarinnar

Donald Trump tjáði sig um árásina í Orlandi á Twitter-reikningi …
Donald Trump tjáði sig um árásina í Orlandi á Twitter-reikningi sínum. AFP

Donald Trump, sem að öllum líkindum verður forsetaefni repúblikana í forsetakosningunum vestanhafs síðar á þessu ári, segist ekki vilja fá hamingjuóskir fyrir að hafa rétt fyrir sér, í kjölfar skotárásarinnar í Orlando aðfaranótt sunnudags. Þetta segir hann í færslu á Twitter-reikningi sínum.

Trump hefur tjáð sig nokkuð um árásirnar á samskiptamiðlinum og segir árásina einungis vera byrjunina. Bandarísk stjórnvöld séu veikbyggð og hann hafi spáð þessu fyrir og kallað eftir því að múslimum yrði meinaður aðgangur að Bandaríkjunum.

Þá gagnrýnir hann bæði Hillary Clinton, sem verður að öllum líkindum mótframbjóðandi hans í forsetakosningunum, og sitjandi forseta, Barack Obama, fyrir að neita að tala um hryðjuverk róttækra íslamista. Clinton hefur nú svarað Trump og segist vel geta notað þessi orð. „Frá mínum bæjardyrum séð skiptir meira máli hvað við gerum en hvað við segjum“, segir hún í samtali við CNN. „Það skipti máli að við náðum bin Laden, ekki hvað við kölluðum hann. Hvort sem þú kallar það róttækan jíhadisma eða róttækan íslamisma, ég skal glöð segja hvort tveggja.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka