Flugritarnir hætta að virka eftir ellefu daga

Sextíu og sex voru um borð þegar þotan hrapaði.
Sextíu og sex voru um borð þegar þotan hrapaði. AFP

Flugritar farþegaþotu EgyptAir sem hrapaði í Miðjarðarhafið í síðasta mánuði hætta að virka eftir ellefu daga. Egypsk yfirvöld greindu frá þessu en þotan hrapaði 19. maí með 66 manns um borð. Enn er ekki vitað hvað varð til þess að þotan hrapaði en hún var á leið frá París til Kaíró. Enginn komst lífs af. 

Á flugritunum eru upptökur innan úr flugstjórnaklefa þotunnar sem gætu útskýrt hvað varð til þess að þotan hrapaði. 

Sjórinn þar sem þotan hrapaði er talinn vera um 3.000 metra djúpur og m.a. hafa verið notaðir kafbátar við leitina að flugritunum.

Fyrst um sinn sögðu egypsk yfirvöld það líklegra að þotunni hafi verið grandað af hryðjuverkamönnum en telja nú auknar likur á að tæknilegur galli hafi verið til staðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert